<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

mánudagur, apríl 19

Það er gaman að segja frá því að ég var að fá styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera verkefni í samstarfi við Bjarna Bessa í sumar. Verkefnið er að þróa aðferð til að mæla þýðgengi og ganggæði reiðhrossa sem nota má til að gefa tölulega gangeinkunn!! Þetta verður örugglega mjög spennandi - eða hvað finnst ykkur?

föstudagur, apríl 16

Ég er svo tæknivædd að það hálfa væri miklu meira en nóg ;) Ég keypti mér lottómiða á netinu og verð þá væntanlega rík á morgun:)

fimmtudagur, apríl 15

Leikurinn fór ekki alveg eins og við ætluðum, við töpuðum í oddahrinunni - frekar svekkjandi. En það er þó smá sárabót að HK strákarnir unnu ÍS og komust þar með í úrslit. Nánari útlistun á leikjunum má sjá hér.

Nú er þá bara komið að því að snúa sér að greiningu 4 - hljómar vel er þaggi?? Ég verð víst að fara að spýta í lófana í þeim efnum ef ég ætla að skreppa til Búdapest að leika mér í lok mánaðarins!! Það verður átak um helgina því ég er búin að fá bústað sem vinnan á og ætla ég að vera dugleg að læra á milli þess sem ég skrepp í pottinn og fæ mér e-ð gott að borða, umm ég hlakka til:)

þriðjudagur, apríl 13

Jæja þá eru Páskarnir búnir. Eins og venjulega náði ég ekki að læra eins mikið og ég ætlaði. Ég er að verða pínu hrædd um að ég nái ekki að útskrifast í vor. Vona bara það besta.
Í dag hefur mér ekki gengið nógu vel að einbeita mér að lærdómnum því ég er alltaf með hugann við þennan leik sem við erum að fara að spila í kvöld við Þrótt R. Ef við vinnum hann spilum við um íslandsmeistaratitilinn við Þrótt Nes en ef við töpum erum við komnar í sumarfrí!!

mánudagur, apríl 5

Það var mikið gert um þessa helgi. Spiluðum við Þrótt R. í úrslitakeppninni á laugardaginn og unnum eftir æsispennandi leik. Annar leikurinn var svo í gær. Ég gat því miður ekki verið með því systir mín var að fermast. Þróttur vann þann leik og því verður oddaleikur 13. apríl um hvort liðið kemst í úrslitin. Allir að mæta og hvetja HK.

Við Einar skelltum okkur á laugardagskvöldið í leikhús með vinnunni á leikritið Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helga. Það er fínt stykki og ég mæli alveg með því að fólk geri sér ferð í Þjóðleikhúsið eitthvert kvöldið að sjá það.

Í gær var svo fermingin hjá Sigurlaugu systur og Sigurði frænda. Veislunum var bara slegið saman og voru e-ð um 120 manns. Ég verð að viðurkenna það að ég var orðin soldið þreytt í fótunum þegar atið var búið.
Við enduðum svo helgina á góðum reiðtúr meðfram Elliðavatni á Snör og Muggu í blankalogni og tunglskini - ekki slæmt það!!

fimmtudagur, apríl 1

1. apríl
Greinin hér á undan var sem sagt bara gabb. Ég er komin með svo mikið samviskubit að vera að plata svona að ég varð að leiðrétta allan misskilning. Vonandi verður engin vondur út í mig!!
Ég veit ekki hvort maður á að vera að blaðra um suma hluti á bloggi en ég bara get ekki haldið í mér lengur. Það stendur til að við Einar verðum ekki á Íslandi næstu tvö árin heldur í Afríku á vegum Rauða Krossins. Þetta er búið að vera draumur hjá Einari lengi og er hann núna loksins búinn að sannfæra mig og tala við einhverja kellu sem kom okkur í samband við rétta fólkið úti. Ef að þessu verður förum við út í lok júní og ég ætla að setja námið á hold á meðan. Segi betur frá þessu þegar ég veit meira!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com