<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

þriðjudagur, september 28

Hæ allir.

Þar sem að veggirnir í íbúðinni okkar er alveg einstaklega tómir hef ég ákveðið að stela hugmyndinni hennar Huldu og hvetja alla til að senda okkur póstkort. Þau gætu þá allavega prýtt einn eða tvo veggi, fer allt eftir því hvað þið verðið dugleg að skrifa okkur ;)
Ég læt heimilisfangið fljóta með þó svo að ég sé búin að skrifa það hér áður í von um að það kitli rithendur ykkar!
Vildandsvägen 2u:107
22734 Lund Sweden

Hilsen
Inga Rut

sunnudagur, september 26

Helgin og fleira

Kominn sunnudagur. Helgarnar í Svíþjóð virðast líða alveg jafn hratt og helgarnar á Íslandi!! Það má segja að við höfum fengið okkar fyrstu heimsókn frá öðru landi í gær. DTU fólkið Björk, Ingimundur og Gummi verkfræðifélagar og Tótla saumóskvísa kíktu til okkar í gær frá Köben. Það var rosalega gaman að hitta þau og skiptast á upplifunum eftir komuna hingað út.
Í gærkvöldi komu svo Sindri og Kristín í mat til okkar. Ótrúlegt en satt þá tókst okkur að gera kjúklingaréttinn hennar mömmu næstum því eins góðan og hún gerir. Við sátum svo að sumbli og spiluðum Catan fram á nótt. Mikið gaman - mikið grín. Það liggur við að maður sé með harðsperrur í maganum í dag eftir hláturinn í gærkvöldi.

Annað að frétta er það að við Einar erum bæði búin að finna sprikl við hæfi hérna í Lundi. Einar er kominn í fótbolta einu sinni í viku með íslenskum strákum hér í Lundi og ég held að ég sé búin að finna sæmilegt blaklið hérna líka. Fór reyndar á blakæfingu á fimmtudaginn hjá einhverju fyrirtækisliði sem minnti mig soldið á öldungablakið heima auk þess sem þeir hafa bara tíma einu sinni í viku. En það var einn gaur þar sem kom mér í samband við hitt liðið og vonandi kemst ég á æfingu hjá þeim annað kvöld.

Af vinnumálum Einars er það að frétta að hann er að bíða eftir svari frá íslenskum manni sem er með íslenska hesta og vantar tamningamann. Við fórum síðustu helgi og heimsóttum hann og skoðuðum aðstæður og ræddum við hann. Hann er spenntur að fá Einar í vinnu en hann er að skoða fjárhagshliðina á málinu og ætlar að hafa samband í næstu viku. Mér finnst líklegt að ef hann geti ekki tekið Einar í vinnu að Einar fari þá heim fljótlega. En eins og áður vonum við bara það besta og sofum með krosslagða fingur á nóttunni í von um að hann fái þetta.

fimmtudagur, september 23

Loksins, loksins...
... komin með netið heim. Það er nú reyndar e-ð aðeins að stríða okkur en net er það nú samt. Einar vill kalla það flugnanet ;)
Nú erum við búin að downloada skype forritinu og þá getum við talað við alla sem eru með það frítt. Forritið sem sagt virkar eins og sími - ekkert smá sniðugt!! Mæli með því að allir nái sér í það og tali við okkur reglulega:)
Ég hef alltaf gleymt að láta símanúmerin okkar hérna inn en þau eru:
Inga: +46733621097 og
Einar: +46768642758

fimmtudagur, september 16

Halló halló.
Ýmsilegt hefur verid á dagskránni okkar sídan sídast. Fyrst ber ad nefna IKEA ferd sem vid fórum á föstudaginn. Vid lögdum af stad hédan úr Lundi klukkan hálf tvö. Til ad komast í IKEA sem er í Malmö turfum vid ad taka straetó - lest - straetó. Tegar vid komum svo heim klukkan sjö vorum vid 11 tús krónum fátaekari en alls konar dóti ríkari, t.d. rúmteppi, náttbord, grunnir og djúpir diskar, hnífapör, vatnsglös, raudvínsglös, óhreinatau, saengurver, hnífaparagrind, teppi og koddar í sófann, áklaedi á ljótasta stól í heimi o.m.fl. :) (Ath. Vid fórum heim med allt draslid í straetó) Tó ég segi sjálf frá er ordid bara ansi heimilislegt hjá okkur núna.
Á laugardaginn fórum vid í Tívolíid í Köben med íslensku pari sem vid kynntumst hérna, Sindra og Kristínu. Vid traeddum taekin hvert á faetur ödru og ég held ég verdi ad vidurkenna ad ég hef sjaldan verid eins hraedd og uppí tessum umtalada turni. Hann er ekki gerdur fyrir lofthraedda eins og mig, ég hélt ad vid aetludum aldrei ad haetta ad fara upp! Svo tarf madur ad bída tarna uppi í ca 20 sek ádur en manni er skellt nidur í frjálsu falli - úff púff ég fae bara illt í magann ad hugsa um tetta ;) En dagurinn var frábaer trátt fyrir smá skandala sem madur er gjarn á ad gera tegar madur treystir tví ad tad séu ekki fleiri íslendingar á svaedinu. Vid Kristín vorum búnar ad daema einhverjar gellur á no time med midur fallegum ordum tegar taer byrjudu ad tala saman á íslensku!!
Núna snýst lífid ad mestu um skólann. Tad er allt komid á fullt tar og brjálad ad gera. Hérna byrjar allt á fullu fyrsta daginn. Ekkert slór fyrstu vikurnar eins og heima sem týdir tad ad ég er strax ordin eftir á. Stefnan er samt alltaf ad ná tví upp sem fyrst ;)
Laet tetta duga í bili, farin ad laera.
Kv. Inga Rut

þriðjudagur, september 7

Núna erum vid loksins flutt og okkur líst bara mjög vel á okkur hérna. Tad mun víst taka ca. trjár vikur ad fá internettenginguna í gang svo ég lofa engu um afköst hér á blogginu. Vid keyptum okkur notad IKEA rúm á 5000 kall í gaer sem er 160 á breidd sem er töluvert breidara en rúmid okkar heima svo ad vid eigum örugglega eftir ad týna hvoru ödru í tví ;)

En vid erum sem sagt komin med varanlegt heimilisfang núna svo allir mega fara ad senda okkur e-d skemmtilegt í pósti eda bara maeta á stadinn.
Adressan er:
Vildandsvägen 2u:107
22734 Lund - Sweden

mánudagur, september 6

Vandraedalegasta móment lífs míns...
átti sér stad á föstudagskvöldid. Sko... fyrst tarf ég eiginlega ad útskýra adstaedur á heimilinu sem vid búum á. Vid ss leigjum hjá konu sem býr ein med syni sínum sem er 17 ára. Hún á kaerasta sem býr í Malmö en er hjá henni um helgar. Sonurinn á svo kaerustu sem býr í tveggja tíma lestarfjarlaegd hédan. Tannig var mál med vexti ad hann fór í heimsókn til hennar um helgina tannig ad herbergid hans var autt. Tad vill svo vel til ad hann á allar friends seriurnar og erum vid búin ad vera ad horfa á taer tegar vid höfum tíma. Ok tá byrjar sagan.
Vid áttum vodalega notalega kvöldstund med konunni og kaerastanum á föstudagskvöldid, sátum og sötrudum raudvín, hlustudum á tónlist og vorum ad kjafta vid tau. Tegar vid fórum svo uppí rúm ákvádum vid ad kíkja á friends ádur en vid faerum ad sofa sem vid og gerdum. Nema hvad diskurinn kláradist og vid turftum ad fara inní herbergi sonarins ad ná í nýjan. Eftir smá rökraedur var tad ég sem var valin til ad ná í diskinn. Ég fór í mesta sakleysi mínum fram og opnadi hurdina... og tar voru konan og kaerastinn... but naked. Tau höfdu sem sagt laedst, eftir ad vid fórum inn, inní herbergi stráksins sem er vid hlidina á okkar og notad rúmid hans í skemmtilegheitin tví tad er staerra en hennar rúm mér til mikillar ánaegju... eda ekki!!
Ég held ad ég hafi aldrei fengid svona mikid sjokk og lidid eins illa og tegar ég kom aftur inní okkar herbergi. Einar hins vegar hló og hló eins og hann hafi fengid borgad fyrir tad. Ég gat nú hins vegar ekki hlegid tá tó svo ad ég sé farin ad geta tad núna. Tid getid svo rétt ímyndad ykkur hvad tad var erfitt ad fara fram daginn eftir!!! En tau létu bara eins og tetta hafi aldrei gerst - sem betur fer.
Núna hins vegar verd ég ad passi mig á tví tegar ég er heima ad hugsa alls ekki um tetta tví tá fer ég alltaf ad hlaegja.

Adrar fréttir eru taer ad vid flytjum í kvöld og Einar er enn ad leita ad vinnu.
Heyrumst sídar.
Inga Rut

fimmtudagur, september 2

Nú er ég byrjud í skólanum og útskrifud úr saenskunámskeidinu. Á tessu fyrsta periodi (af fjórum) er ég í tveimur kúrsum, stålbyggnadsteknik og finita elementmetoden. Kúrsarnir eru bádir kenndir á saensku, reyndar er bókin í ödrum teirra á ensku. Ég verd nú ad vidurkenna tad ad ég skil meira í tímum en ég tordi ad vona. Tetta verdur samt örugglega soldid mikil vinna ad komast í gegnum námsefnid til ad byrja med.
Adrar fréttir eru helstar taer ad Einar er ekki enntá komin med vinnu en er á fullu ad leita. Eins og tid sem tekkid hann vitid tá á tad ekkert rosalega vel vid hann ad sitja heima allan daginn ad gera ekki neitt svo hann tók uppá tví ad fara ad skokka og hefur gert tad naerri tví hvern einasta dag í naerri tvaer vikur ;)
Vid erum farin ad hlakka soldid mikid til ad flytja. Vid gerum tad annad hvort á sunnudag eda mánudag. Tad verdur soldill munur ad vera útaf fyrir sig og komast í stödugt netsamband. Tad er reyndar mun betra núna tegar ég er komin inní kerfid hérna í skólanum tá get ég farid á netid tar.
Bidjum ad heilsa heim í bili.
Inga Rut og Einar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com