<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

sunnudagur, nóvember 21

Viðburðarríkir dagar að baki.
Mamma og Erla fóru í morgun eftir frábæra daga hérna hjá okkur. Við löbbuðum frá okkur allt vit held ég og hlógum mikið. Þær versluðu eins og þær fengju borgað fyrir það og komu væntanlega út í plús þar sem maður er alltaf að græða;)

Svo í dag fórum við og hittum Dagnýju og Þorvald sem eru í smá reisu um Danmörk og Svíþjóð og þau komu með okkur aðeins heim og náðum við að torga einni flösku af rauðvíni áður en þau skunduðu í afmæli.

Nú tekur hins vegar við verkefnavinna og almennur lærdómur næstu vikurnar.

sunnudagur, nóvember 14

Snilldin ein
Í síðustu viku sagði mér þýsk stelpa, sem ég kynntist í haust, að foreldrar hennar væru að koma í heimsókn þessa helgi. Hún spurði hvort ég vildi að þau keyptu handa mér e-ð áfengi því þau kæmu á bíl. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og þáði það. Í gær komu þau svo færandi hendi með 6 rauðvínsflöskur og 20 stk af bjór (nb. hálfs líters flöskubjórar). Og hvað haldiði að þetta hafi kostað, jú 280 kr sænskar - ca 2700 ísl. kr. Ég tel mig hafa gert reyfarakaup - hvað finnst ykkur annars?

miðvikudagur, nóvember 10

Hitt og þetta, aðallega þetta

Letin er að fara með mig núna. Ég er að reyna að vera dugleg að læra því það er próf í næstu viku í FEM-inu. Ég ætla hins vegar að taka kæruleysispillu og skreppa til Óðinsvé á morgun að hitta Berglindi og Dísu skvísu. Stefnan er að fá sér aðeins í tánna og hafa gaman. Ekki ólíklegt að hláturtaugarnar verði kitlaðar og mikið talað ef ég þekki okkur vinkonurnar rétt.

Á fimmtudaginn í næstu viku ætla svo Mamma og Erla að koma til okkar í heimsókn. Ég er nú farin að hlakka mikið til að sjá þær stöllur. Get trúað því að það verði kíkt í ófáar búðirnar á meðan á þeirri dvöl stendur enda styttist óðum í jólin.

Mamma átti afmæli í gær og hélt ég uppá daginn með því að fara í H&M og keypti mér buxur, peysu og brjóstahaldara:) Til lukku með daginn mamma.

Letikveðjur
Inga Rut

föstudagur, nóvember 5

Skrítin fréttamennska
Ég var að horfa á upptöku á netinu af Íslandi í dag síðan í gær þegar Þórólfur Árnason var í viðtali. Ég skil nú alveg að fólk sé ekki sátt við hann og vilji að hann skýri sitt mál almennilega. En hvað er samt málið með þessa yfirheyrslu hjá þeim Jóhönnu og Þórhalli, mér fannst þau gjörsamlega dauðadæma hann í viðtalinu. Það var eins og þau væru búin að ákveða það fyrir hönd R-listann og allra bæjarbúa að hann ætti að segja af sér. Þess vegna fannst mér eiginlega bara gott að 65% sem tóku í þátt í sms-kostningunni studdu Þórólf, þau voru hálfpartinn bara orðlaus.
Það getur vel verið að það sé rétt að hann eigi að segja af sér, ég vil ekki dæma um það. En hvað með alla hina sem koma að þessu máli, þeir virðast alveg gleymast í þessari umræðu. Hvað til dæmis með eiginmann dómsmálaráðherra!! Ég verð alveg ótrúlega reið og pirruð á svona fréttamennsku, maður fer að finna til með "fórnarlambinu" án þess kannski að maður fylgi málstað þess.
Kv. Inga reiða

fimmtudagur, nóvember 4

Slátur
Ég notaði tækifærið í gær þegar Einar kom heim og sauð hluta af slátrinu sem mamma sendi okkur með mömmu og pabba hans Einars. Þó að það hafi verið rosa gott að fá íslenska nammið, þá jafnast ekkert á við slátur og varð ég því afar glöð þegar mamma sagði mér að hún yrði búin að gera slátur þegar þau kæmu út til okkar og gæti því sent okkur smá smakk.

Slátrið stóð alveg undir væntingum og hefur ekki breytt þeirri skoðun minni að slátur sé eitt það besta sem ég fæ. Mmmm það var rosa gott - Takk mamma :o)
Kv. Inga "slátrari"

P.s. Það eru tvö póstkort komin í hús ;o)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com