<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

mánudagur, desember 20

Home sweet home
Nú er maður bara komin heim í jólastressið og öllu öðru sem því tilheyrir. Ég mætti á svæðið á miðvikudaginn, flestum að óvörum:o) Ég fékk sem sagt að breyta flugmiðanum mínum frítt og notaði því tækifærið til að koma aðeins fyrr heim. Það var mjög gaman að sjá svipinn á mömmu þegar hún sá mig. Ég held að hún hafi haldið að ég væri draugur eða eftirlýking, hún var ekki alveg að skilja þetta, híhí.
Ég mætti svo strax á fimmtudagsmorguninn í vinnuna og stefnan er að vinna fram að áramótum og taka svo lærdóminn með trompi því ég fer í próf 7. jan. Gaman að því... eða ekki! Ég vonast bara til að geta hitt sem flesta á meðan við erum hérna heima og ég lofa engu um að blogga reglulega. Ef þið viljið vita hvað ég er að gera getiði bara hringt í mig ;)

fimmtudagur, desember 9

Vonbrigði dagsins!
Ég ákvað að taka mér pásu í gær frá lærdómi og fór beint uppí rúm þegar ég kom heim og kveikti á sjónvarpinu. Eftir að vera búin að skipta á milli stöðva varð ég ánægð þegar ég sá að á stöð 5 var Resque 911 að byrja. Það má segja að þessi þáttur hafi verið í miklu uppáhaldi hjá mér þegar hann var í sjónvarpinu heima, ég mátti helst ekki missa af neinum þætti. Vonbrigðin létu á sér kræla strax í fyrsta atriðinu og þá skildi ég loksins af hverju þátturinn var ekki vinsæll hjá fullorðnum. Þetta var allt svo óraunverulegt og illa leikið. Í minningunni var þetta svo raunverulegt og olli jafnvel martröðum hjá mér.

miðvikudagur, desember 8

Langt síðan síðast!
Það er svo sem ekkert merkilegt búið að gerast síðan síðast. Tíminn hefur aðallega farið í verkefnavinnu sem er loksins lokið núna og próflestur tekinn við. Ég var sem sagt að klára FEM kúrsinn í morgun með fyrirlestri um lokaverkefnið. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei verið svona sein með verkefni áður. Frekar óþæginleg tilfinning. Verð sátt ef ég fæ verkefnið godkänt!

Annað í fréttum er það að ég er orðin ein í kotinu þar sem Einar fór heim í gærmorgun. Nú má segja að skype sé ómissandi ;) Ég er farin að telja niður dagana þangað til ég fer heim og verða dagarnir vonandi fljótir að líða. Stefnan er að reyna að finna einhverjar jólagjafir á milli þess sem ég les fyrir próf.

Við fórum síðustu helgi á "fyrsta" des ball hér í Lundi sem kórinn hélt. Það var hin ágætasta skemmtun þó maður hafi nú ekki þekkt marga. Við fengum hangikjöt, jafning og kartöflur ummmm... Svo rifjuðum við upp hvernig maður dansar því það má segja að við höfum ekki gert mikið af því hérna úti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com