<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

miðvikudagur, maí 26

Núna er ég alveg í skýjunum því ég var að komast að því að ég á ca tvær vikur í sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni. Það er því spurning um að taka sér frí í sumar og leika sér á launum til tilbreytingar:) Nú þarf bara að fara að plana.

mánudagur, maí 17

Nú hlýtur sumarið að vera komið fyrst að prófin eru búin og ég er byrjuð að vinna. Það stefnir allt í það að ég útskrifist 19. júní eins og ætlunin var sem er gott mál. Vonandi verður maður rosalega duglegur að vinna og gera e-ð skemmtilegt í sumar.

miðvikudagur, maí 12

Vúhú náði stærðfræðinni og er því einu skrefi nær því að útskrifast:) Nú er bara eitt próf eftir í BSc gráðunni!!

fimmtudagur, maí 6

Jæja það er komið soldið langt síðan síðast. Það er margt búið að gerast í millitíðinni og ber þá helst að nefna Búdapest ferðina síðustu helgi sem var algjör snilld. Núna er það hins vegar VR2 sem er mitt annað heimili því framundan eru tvö próf. Annað er á morgun og hitt 14. maí. Ég reikna ekki með að ég verði dugleg að skrifa hérna á meðan á þessu stendur því ekki hefur maður mikið að segja frá öðru en Fourier-röðum, Laplace-ummyndunum, aðskilnaði breytistærða o.s.frv. Ég er farin að læra... síjú!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com