<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

sunnudagur, október 31

Þá er þessi helgi að verða búin. Það versta er að ég á eftir að klára matlab verkefni fyrir morgundaginn og það má segja að ég sé ekki búin að vera dugleg að vinna í því um helgina! Foreldrar Einars eru búin að vera hérna hjá okkur síðan á miðvikudagskvöld og voru að fara núna í morgun. Við reyndum að sýna þeim sem mest og eyða tíma með þeim þennan stutta tíma sem þau voru hér. Ætla má að við séum komin með byrgðir af íslensku nammi núna sem duga fram að jólum:)
Núna sit ég fyrir framan tölvuna að reyna að gera þetta helv... verkefni á meðan Einar liggur í rúminu við hliðina á mér og sefur. Ég verð að viðurkenna það að það er mjög freistandi að leggjast bara uppí hjá honum og sofna líka!! Samviskan leyfir það víst ekki. Núna er það bara harkan sex, læra, læra, læra, ....

mánudagur, október 25

Það má segja að þetta próf hafi gengið vægast sagt illa. Greinilega ekki sömu áherslur hér og heima í svona prófum. Nærri 30% af prófinu var lesið, þ.e.a.s ekki reiknisdæmi, það féll í ansi grýttan jarðveg hjá mér. Ég reikna með því að þurfa því að taka það aftur í janúar sem mun þá væntanlega stytta Íslandsförina um nokkra daga.

Annars fórum við til Köben í gær og vorum þar allan daginn með Heiðu, Júlla og Björk. Þegar leið á daginn bættust svo Gummi og Ingimundur í hópinn. Við áttum mjög góðan dag sem endaði með fínni pizzu áður en við tókum lestina heim.

Í dag byrjaði svo ný önn. Ég byrjaði í einu nýju fagi sem er timburvirki. Finate element kúrsinn og sænskan halda áfram fram að jólum. Einar er búinn að vera í fríi í dag og í gær og fer svo að vinna í fyrramálið. Við eigum von á foreldrum hans á miðvikudagskvöldið þannig að Einar verður í fríi fös, lau og sun. Við ætlum að reyna að gera e-ð skemmtilegt með þeim á þessum stutta tíma sem þau eru hér.

Bið að heilsa í bili
Inga Rut

fimmtudagur, október 21

Stressið er að ná yfirhöndinni. Próf eftir ellefu tíma - búið eftir sextán tíma!!

miðvikudagur, október 20

Þegar ég fór að hátta í gærkvöldi ákvað ég að taka með mér tölvuna uppí rúm og horfa á Bridget Jones áður en ég færi að sofa þar sem það hefur gengið frekar illa að sofna þegar ég er ein. Það varð reyndar til þess að ég varð andvaka enn lengur fyrir vikið! Þegar myndin var að verða búin fannst mér ég sjá hreyfingu í rúminu í bjarmanum frá tölvunni. Ég kveikti því ljósið og viti menn, það var risa (að mínu mati) könguló í rúminu hjá mér. Ég held að ég hafi aldrei stokkið jafn hratt og með eins miklum tilþrifum fram úr rúminu. Ég reif blað úr stílabókinni minni og myrti köngulóna. Þetta atvik varð til þess að ég átti mjög erfitt með að slappa af í rúminu og reyna að sofna. Það má segja að ég hafi legið í vakandi í rúminu frá 1 til 4 með reglubundnum kippum!
Ég er mjög fegin því að von er á Einari heim í kvöld.

þriðjudagur, október 19

Ég er farin að halda að við eigum enga vini. Það er ekki komið eitt einasta póstkort á vegginn hérna!!!! Þið eruð ekkert að standa ykkur í þessu ;o)

mánudagur, október 18

Ég verð að koma því að hérna hvað ég er ánægð með þvottaaðstöðuna hérna á stúdentagörðunum. Maður pantar sér tíma þegar maður vill þvo. Ég hef yfirleitt pantað tvöfaldan tíma sem þýðir að ég hef þvottavélarnar í tvo tíma og svo klukkutíma lengur með þurrkarann og þurrkskápinn. Það eru sem sagt þrjár þvottavélar, einn stór þurrkari og einn þurrkskápur. Á þessum þremur tímum er ég sem sagt búin að þvo 6 vélar og allur þvottur orðinn þurr. Þvottavélarnar eru reyndar misfullar - en það er allavega vel flokkað í þær!
Ég hef aldrei verið svona dugleg að þvo rúmfötin eins og ég er búin að vera eftir að við fluttum hingað.Ég er meira að segja búin að slá mömmu við í þeim efnum. Hef sko lagt það í vana minn hérna að þvo rúmfötin í hverri viku!

föstudagur, október 15

Tá fer ad lída ad annarlokum hjá okkur hérna í Lundi. Ég fer í eitt lokapróf á föstudaginn eftir viku í stálvirkjum. Í gaer skiludum vid stóru hönnunarverkefni í tví og tá má segja ad próflestur hefjist. Tar sem ad hinn kúrsinn sem ég er í er stór tá naer hann yfir tvaer annir og tví fer ég bara í eitt lokapróf núna sem er nb mjög taegilegt. Tilbreyting ad geta bara einbeitt sér ad einu í einu. Svo í tarnaestu viku byrjar ný önn og tá byrja ég vaentanlega í trékúrsi. Ég aetladi reyndar ad fara í jardtaeknikúrs en hann stangast baedi á vid FEM kúrsinn og saenskuna, tám er prófid í saenskunni sama dag og í jardtaekninni í desember. Núna er ég sem sagt ad vesenast í tví ad breyta tessu.

Loksins erum vid komin med almennilegt sjónvarp. Sídan vid komum erum vid búin ad vera med 14 tommu, gamalt sjónvarp med engri fjarstýringu. Vid erum alveg búin ad komast ad tví ad tad er alveg ómögulegt ad vera ekki med fjarstýringu!! Vid keyptum ss notad sjónvarp í gaer á 650 SKR sem er 20 tommu og MED fjarstýringu :) Nú getum vid loksins farid ad horfa á sjónvarpid af einhverju viti!!

Annars er tad ad frétta ad vid erum búin ad kaupa mida heim um jólin. Vid komum heim 18 des og förum aftur út 10 jan. Aldrei tessu vant nádum vid ad nota tilbod og keyptum adra ferdina út á 5 IKR. Gaman ad tví:)
Hilsen
Inga Rut

mánudagur, október 11

Ætli það sé ekki kominn tími til að uppfæra hérna aðeins.
Það er svo sem kannski ekki margt búið að gerast hérna. Ég fór í prófið á þriðjudaginn og það gekk sæmilega held ég, það á hins vegar eftir að koma í ljós! Ég byrjaði í framhaldskúrs í sænskunni á miðvikudaginn. Það verður tvisvar í viku og endar á prófi fyrir jólin. Eins gott að maður verði orðinn góður þá ;)
Einari líkar mjög vel í vinnunni. Það er brjálað að gera hjá honum, með ca. 10 hross sem þarf að taka á hverjum degi plús járningar, mokstur ofl. sem tilheyrir. Ég skellti mér með rútunni til hans á laugardagsmorguninn og fékk að fara aðeins á bak, rosa gaman. Við komum svo heim um hádegið í gær og vorum í rólegheitum heima. Einar er heima í dag líka og fer svo í fyrramálið að vinna aftur.
Jæja farin að læra. Bið bara að heilsa í bili
Inga Rut

mánudagur, október 4

Vá hvað ég er ekki að nenna að læra meira fyrir þetta helv... próf. Dagurinn í gær og í dag hafa verið frekar einmanalegir þar sem ég er búin að vera ein heima allan daginn að læra. Einar fór sem sagt í gærmorgun að vinna. Honum líkar mjög vel og hefur mjög gaman af þessu eins og við var að búast kannski. Ég held að hann sé með einhver 8 trippi í tamningu, plús svo þjálfun á nokkrum tömdum hrossum, járningum og fleiru sem þarf að gera á búinu. Hann kemur til með að gista einhverjar nætur á viku þar. Kemur örugglega heim einu sinni í miðri viku og er svo í fríi sunnudaga og mánudaga.

Helgin var annars mjög fín. Á föstudaginn fórum við á bjórkvöld með strákunum sem eru með Einari í fótbolta og á laugardagskvöldið var svo spilakvöld hjá okkur. Það var ágætis tilbreyting frá skólabókunum. Við Einar komumst samt að því að við eigum ekki að leggja fyrir okkur Gettu Betur - við skíttöpuðum ;) Það hefði kannski borgað sig að fylgjast með í sögutímum í MS sem fóru algjörlega fram hjá mér.

Bið annars bara að heilsa í bili
Kveðja Inga Rut
P.s. ekki gleyma póstkortunum!

laugardagur, október 2

Loksins, loksins...
...er Einar kominn með vinnu. Í gærkvöldi hringdi íslenski hestakallinn í hann og bauð honum vinnuna. Þó að launin séu ekki há þá getur hann allavega verið hérna úti með mér í einhvern tíma í viðbót :) Einar á sem sagt að mæta á sunnudaginn og byrja. Nú er málið sem sagt að fara að leita að einhverjum ódýrum bíl sem er hægt að nota í að keyra á milli. Það er reyndar einhver rúta sem fer á nálægar slóðir sem Einar mun nota til að byrja með.
Annars er ekkert nýtt að frétta nema það að ég er að fara í mitt fyrsta skyndipróf hérna á þriðjudaginn sem tekur ekki nema 4 tíma! Þannig að ég held að ég verði að fara að koma mér að því að læra núna.

Kk
Inga Rut

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com