<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

sunnudagur, mars 20

Þá er maður komin í páskafríið langþráða. Það byrjaði svo sem ekki vel því mér tókst að rústa hnénu á mér á fimmtudaginn í blakinu. Ég veit ekki alveg hvað gerðist, allavega er ég frekar mikið bólgin og labba eins og gæs! Ég hef hins vegar ákveðið það að fara ekki á spítalann hérna aftur nema í brýnustu neyð og ætla því að bíða og sjá hvort þetta jafni sig ekki bara ;)

Annars eigum við von á mömmu og co á morgun og ætla þau að vera hérna hjá okkur til 30. mars. Ég er svo nýbúin að ákveða að skella mér heim með þeim og vera til 5. apríl á Fróninu þar sem það er frí í skólanum hjá mér til 7. apríl. Einar verður hins vegar hérna úti að vinna því það má víst ekki skrópa þar þegar manni hentar.

Ég reikna ekki með að nenna að blogga mikið fram yfir páska svo ég læt það bara flakka núna... GLEÐILEGA PÁSKA :)

þriðjudagur, mars 15

Helgin...
... var frábær. Fórum fjórar skvísur úr kórnum snemma á föstudagsmorguninn til Gautaborgar með Sverri kórfélaga. Við eyddum svo deginum í búðarráp og óhollustu þar. Hittum svo Sverri um kvöldið og skelltum okkur í heita pott hótelsins ásamt ginflöskunni hans! Get ekki sagt að það hafi verið mikill hressleiki þegar við vöknuðum og mættum í sönginn hálf níu morguninn eftir. Dagurinn fór svo í söng og meiri söng. Eftir þessa líka fínu tónleika var farið í einhvern sal og borðað og dansað. Hápunktur kvöldsins var svo þegar við í Lundarkórnum fengum bikarinn í nafnspjaldakeppninni :) Honum var ákaft fagnað allt kvöldið!

Eftir ballið sem nb var búið klukkan tvö að mig minnir fórum við uppá hótel og vorum þar með smá geim - þeas þeir sem ekki fóru að sofa eða í bæinn. Langt síðan að ég hef hlegið eins mikið, karlpeningurinn fór á kostum :D Eftir að Fjalar deildi í Sindra með núlli vegna óþægðar toppaði Sindri allt þegar hann tók debet-kredit dansinn sem er víst kenndur á fyrsta ári í viðskiptafræðinni, hehe.

Við vorum svo komin heim um fjögur á sunnudeginum, ansi þreytt verð ég að segja. En núna verð ég víst að fara að hætta þessu og koma mér að lærdómnum. Bið að heilsa ykkur í bili.

þriðjudagur, mars 8

Síðan síðast hefur svo sem ekki margt marktækt gerst. Reyndar er fyrra periodið á þessari önn að klárast og ég búin að skila þeim verkefnum sem voru í gangi. Þessa dagana er ég að láta mér líða vel og þess á milli að læra fyrir próf sem verður á miðvikudaginn í næstu viku.

Nú er maður bara farin að láta sér hlakka til helgarinnar. Við erum að fara til Gautaborgar á kóramót Íslendingakóra! Gaman að því.

Næsta vika verður fyrsta kennsluvika seinna periodsins og svo tekur við uþb. 20 daga páskafrí að mér skilst þar sem að endurtektarpróf verða haldin vikuna eftir páska. Við eigum svo von á mömmu og systkinum mínum 21. mars og ætla þau að vera hjá okkur fram yfir páska:)

Með söngkveðjum
Inga Rut

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com