<$BlogRSDURL$>

Mmm gott rauðvín!

mánudagur, apríl 11

Blogga segiði!!

Það hefur ýmislegt gert síðan síðast. Í fyrsta lagi komu mamma og krakkarnir til okkar um páskana. Við brölluðum ýmislegt, versluðum (sko þau - ekki ég!), skoðuðum Helsingborg, fórum á Bakken, fórum í kaþólska miðnæturmessu í dómkirkjunni hérna í Lundi, keyrðum um Skán o.s.frv. Allavega rosa gaman.

Eftir páskana fór ég svo til Íslands í nokkra daga, fór til læknis (niðurstaða: slitið krossband og rifinn liðþófi:S), í tvær fermingaveislur, í leikhús, í heimsókn til Heiðu og Júlla í nýja húsið, í saumó, í heimsókn til ömmu og afa, í hesthúsaleiðangur með pabba auk þess sem ég var sérlegur bílstjóri ömmu á milli heilsugæslustöðva og apóteka.

Á þriðjudaginn kom ég svo aftur út og hófst svo skólaalvaran á fimmtudaginn. Það byrjaði reyndar rólega hjá mér þar sem ég er bara í einum tíma á fimmtudögum og í fríi á föstudögum. Seinni partinn á föstudaginn skellti ég mér svo í sveitina til Einars og fórum við í grillveislu hjá hestagaur rétt hjá Kristianstad. Þar var rosa fínt - allavega nóg af rauðvíni. Á laugardagskvöldið fórum við svo í matarboð til Fjalars og Ásu ásamt Kristínu Völu, Önnsku og Ásthildi. Þar hélt drykkjan frá kvöldinu áður áfram og endaði á kareoki samsöng um þrjúleitið! Niðurstaðan er góð helgi og fullt af rauðvíni.

Nú eigum við svo von á Berglindi og Gunna í kvöld og er ætlunin að henda kjúlla á grillið í góða veðrinu. Bið að heilsa ykkur í bili.
Sólarkveðjur frá Lundi

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com